Gróðurfar

Jarðvegur á utanverðu Snæfellsnesi er víða gljúpur og heldur illa vatni.

Jarðvegur á utanverðu Snæfellsnesi er víða gljúpur og heldur illa vatni. Innan þjóðgarðsins er samt margbreytilegt gróðurlendi, frá fjöru til fjalls. Meðfram ströndinni skiptast á sand- og malarfjörur, klettar, björg og hamrar, sandhólar og sjávarfitjar.

Strandgróðurinn er því afar fjölskrúðugur og víða eru tærar tjarnir með litfögru þangi og þara. Á hraunum er mosinn oft þykkur og blómjurtir í bollum og gjótum. Trjágróður er takmarkaður og engin há tré en finna má birki- og reynihríslur í hraungjótum. Á meðal sjaldgæfra tegunda sem vaxa á svæðinu eru skrautpuntur og ferlaufungur sem er friðlýst tegund.

Á Snæfellsnesi eru lyngmóar útbreiddir og víða góð berjalönd.