Gestastofa á Hellnum

Gestastofa þjóðgarðsins er á Hellnum. Í gestastofunni má finna margvíslegan fróðleik um náttúru og menningu svæðisins. Upplýsingar eru settar fram á lifandi og skemmtilegan hátt því auk texta og mynda má snerta, skoða, þreifa og prófa. Að auki er í gestastofunni sýnd stutt kvikmynd um þjóðgarðinn og ítarlegar upplýsingar eru í rafrænni kortavefsjá. Í gestastofunni starfa landverðir og veita upplýsingar um það sem gestir kunna að hafa spurningar um, s.s. um dagskrá þjóðgarðsins, gönguleiðir og áhugaverða staði.

Gestastofan er opin alla daga frá 20. maí til 10. september frá kl. 10-18. Aðgangur er ókeypis. Síminn í gestastofunni er 436 6888 og bílasími landvarða er 855 4260. Netfang er snaefellsjokull@ust.is og heimasíða er hjá www.ust.is.

Upplýsingamiðstöð þjóðgarðsins er í gestastofunni á Hellnum

Tjaldstæði eru ekki innan þjóðgarðsins – Hlífum gróðri og ökum ekki utan vega.

Tökum ekkert nema minningar og myndir, skiljum ekkert eftir nema fótspor okkar!